Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. mars 2021 18:55
Victor Pálsson
Brescia vann Íslendingaslaginn á Ítalíu
Mynd: Getty Images
Brescia vann Íslendingaslaginn í ítölsku B-deildinni í dag er liðið heimsótti Venezia í 27. umferð tímabilsins.

Þrír Íslendingar leika með þessum liðum en hjá Brescia byrjaði landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason á miðjunni.

Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði á varamannabekk Brescia en kom við sögu þegar 13 mínútur lifðu leiks.

Birkir spilaði á meðan allan leikinn fyrir gestaliðið sem hafði betur, 1-0 með marki frá Florian Aye.

Bjarki Steinn Bjarkason er á mála hjá Venezia en hann sat allan leikinn á varamannabekknum í tapinu.

Venezia er í fjórða sæti deildarinnar með 45 stig en Brescia er í því 12. og á enn smá möguleika á að ná í umspilssæti en sjö stig eru í Cittadella sem er í áttunda sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner