Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 06. mars 2021 13:54
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: HK kom til baka gegn Val
Tvenna.
Tvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spilað er í Lengjubikarnum í dag en fyrsti leikur dagsins í A-deild var viðureign Vals og HK á Origo vellinum.

Íslandsmeistararnir byrjuðu betur í dag og náðu forystunni á 39. mínútu en það var Kaj Leo í Bartalsstovu sem skoraði.

Staðan var 1-0 þegar flautað var til leikhlés en á 55. mínútu kom varnarmaðurinn Orri Sigurður Ómarsson heimamönnum í tveggja marka forystu.

Gestirnir úr Kópavogi gáfust ekki upp. Stefan Alexander Ljubicic skoraði á 74. mínútu og gaf HK von fyrir lokakafla leiksins. Það var síðan á 87. mínútu sem HK náði að jafna leikinn og aftur var það Stefan Alexander sem skoraði. Niðurstaðan því 2-2 jafntefli.

ÍR mætti Reyni Sandgerði í B-deild karla. Þar fór ÍR liðið með öruggan 3-0 sigur af hólmi.

Þá mættust Keflavík og ÍBV í A-deild kvenna á sama tíma. Keflavík vann þar góðan 2-1 sigur. Natasha tryggði liðinu sigur seint í leiknum.

Valur 2-2 HK
1-0 Kaj Leo í Bartalsstovu ('39)
2-0 Orri Sigurður Ómarsson ('55)
2-1 Stefan Alexander Ljubicic ('74)
2-2 Stefan Alexander Ljubicic ('87)

ÍR 3-0 Reynir S
1-0 Arian Ari Morina ('27)
2-0 Ágúst Unnar Kristinsson ('28)
3-0 Bragi Karl Bjarkason ('57)

Keflavík 2-1 ÍBV
1-0 Ragna Sara Magnúsdóttir - sjálfsmark ('26)
1-1 Thelma Sól Óðinsdóttir ('47)
2-1 Natasha Moraa Anasi ('89)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner