Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 06. apríl 2020 08:51
Elvar Geir Magnússon
Læknir Reims tók eigið líf eftir að hann smitaðist af kórónaveirunni
Franska félagið Stade Reims hefur staðfest að læknir félagsins, Bernard Gonzalez, sé látinn.

Gonzalez var 60 ára gamall og hafði verið læknir Reims í 20 ár en hann framdi sjálfsmorð eftir að hafa greinst með kórónaveiruna.

Le Parisien segir að hann hafi skilið eftir sér bréf þar sem hann útskýrði þessa ákvörðun en ekki er farið í innihald bréfsins.

Eiginkona Gonzalez hafði einnig greinst með veiruna

„Ég er orðlaus. Þessar fréttir eru mikið áfall. Hann var gríðarlega virtur og lagt sig allan fram fyrir félagið í 20 ár," segir Jean-Pierre Caillot, forseti Stade Reims.

Reims er í fimmta sæti efstu deildar Frakklands.


Athugasemdir
banner
banner