Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 06. apríl 2021 16:30
Enski boltinn
Hvaða framherja kaupir Manchester City í sumar?
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Manchester City tilkynnti í síðustu viku að Sergio Aguero sé á förum í sumar eftir að hafa verið aðalframherji liðsins í heilan áratug. Erling Braut Haaland, framherji Borussa Dortmund, og Harry Kane, framherji Tottenham, hafa verið nefndir sem mögulegir eftirmenn hans.

Í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" í dag var rætt um hvað framherja City kaupi í sumar.

„Ég held að sá norski sé efstur á óskalistanum. Þetta er leikmaður sem virðist geta náð Ronaldo og Messi standard. Maður skelfur smá á beinunum ef þeir fá hann, verandi svona mikið yfirburðarlið í dag," sagði Jóhann Már Helgason í þættinum í dag.

„Þessi Harry Kane saga er líka alltaf á flugi. City pælir mikið í aldri leikmanni. Hvort þeir borgi heimskulega peninga fyrir Harry Kane sem er 28 ára. Það er samt ekki útilokað ef þeir fá ekki þann norska."

Hlynur Valsson sagði: „Ég myndi tippa á að Haaland fari þangað miðað við fjármagnið sem City hefur. Þetta sumar í félagaskiptunum verður fróðlegt. Mbappe vill væntanlega fara í Real. Hvert fer Aguero þá? Fer hann með Messi til Barcelona og þeir verða saman þar bestu vinirnir að leika sér. Hvað gerir Messi? Gæti hann ekki allt eins farið og hitt Pep Guardiola aftur? Þetta verður refskák á milli liða því það verða klárlega breytingar."

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins en þar var nánar rætt um Manchester City. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Liverpool vaknar og Barcelona í dulargervi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner