þri 06. apríl 2021 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kroos með sendingu upp á 10,5 gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Real Madrid er komið 2-0 yfir gegn Liverpool í fyrri leik liðanna í átta-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á æfingasvæði Real Madrid á Spáni.

Liverpool hefur ekki spilað vel í fyrri hálfleiknum og staðan er bara sanngjörn.

Vinicius Junior kom Madrídingum yfir en markið á Toni Kroos nánast skuldlaust. Sendingin var algjörlega mögnuð hjá honum.

Vinicius er fyrsti leikmaðurinn til að skora gegn Liverpool í þeim fimm leikjum sem Ozan Kabak og Nat Phillips hafa byrjað saman í hjarta varnarinnar.

Markið má sjá hérna.

Marcos Asensio kom Real svo í 2-0 eftir að Trent Alexander-Arnold skallaði boltann beint á hann. Það mark má sjá hérna.


Athugasemdir
banner
banner