Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 06. apríl 2021 09:47
Magnús Már Einarsson
KSÍ bíður frétta - Óvíst með upphaf Íslandsmótsins
Úr leik í Lengjubikarnum fyrr á árinu.
Úr leik í Lengjubikarnum fyrr á árinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bíðum eftir fréttum af mögulegum afléttingum," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag aðspurð út í fréttir af mótahaldi hjá sambandinu.

Ekkert hefur verið spilað á Íslandi síðan 24. mars þegar nýjar sóttvarnarreglur tóku gildi. Hlé var þá gert á keppni í Lengjubikarnum.

Mjólkurbikar karla átti samkvæmt plani að byrja um næstu helgi en leikjum þar hefur verið frestað einnig. Keppni í Pepsi Max-deild karla á að hefjast 22. apríl næstkomandi. Klara segir ekki ljóst hvort Íslandsmótið frestist en núverandi sóttvarnarreglur gilda til 15. apríl.

„Þetta er allt í skoðun. Það er búið að teikna upp sviðsmyndir varðandi Lengjubikarinn, Mjólkurbikarinn, meistarar meistaranna og upphaf Íslandsmóts," sagði Klara.

„Við erum að bíða eftir að því sjá hvort það komi leyfi til æfinga. Það er erfitt að ákveða hvenær við byrjum fyrr en við vitum hvenær má byrja að æfa með bolta."
Athugasemdir
banner
banner
banner