Man Utd setur verðmiða á Garnacho - Everton og Wolves hafa áhuga á Pepe - Sané skiptir um umboðsmann
   þri 06. maí 2025 20:29
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin: Börsungar búnir að jafna
Dani Olmo fagnar marki sínu.
Dani Olmo fagnar marki sínu.
Mynd: EPA
Denzel Dumfries og Gerad Martin berjast.
Denzel Dumfries og Gerad Martin berjast.
Mynd: EPA
Undanúrslitaleikur Inter gegn Barcelona er ótrúlega skemmtilegur. Fyrri leikurinn í Barcelona bauð upp á ómetanlega skemmtun og er seinni leikurinn í Mílanó engu síðri.

Inter komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en gestirnir frá Barcelona voru ekki lengi að jafna í síðari hálfleik.

Varnarmaðurinn Eric García kom inn í byrjunarliðið fyrir Jules Koundé sem meiddist í fyrri undanúrslitaleiknum. Hann var afar líflegur í sóknarleik Börsunga í síðari hálfleik og minnkaði hann muninn með glæsilegu marki eftir fyrirgjöf frá Gerard Martín á 54. mínútu.

Skömmu síðar fékk García algjört dauðafæri eftir skyndisókn en Yann Sommer varði meistaralega frá honum. Það kom ekki að sök fyrir Börsunga sem tókst að jafna metin nokkrum mínútum þar á eftir þegar Dani Olmo skallaði frábæra fyrirgjöf frá Martín í netið. Martín lagði þar með bæði mörkin upp og var óheppinn að gefa ekki aðra stoðsendingu þegar García lét Sommer verja frá sér.

Staðan er því orðin 2-2, eða 5-5 í heildina, eftir 70 mínútur af seinni leiknum.

Sjáðu glæsimark García

Sjáðu magnaða markvörslu Yann Sommer

Sjáðu jöfnunarmarkið
Athugasemdir
banner