Inter er að spila við Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þessa stundina, eftir 3-3 jafntefli í fyrri leiknum á Spáni.
Inter átti frábæran fyrri hálfleik í kvöld og leiðir 2-0 í leikhlé, þar sem fyrirliðinn Lautaro Martínez hefur verið í aðalhlutverki. Hann skoraði fyrsta mark leiksins eftir hrikalegan varnarleik Börsunga á 21. mínútu, þar sem Federico Dimarco og Denzel Dumfries gerðu mjög vel í undirbúningnum, og fékk svo dæmda vítaspyrnu undir lok hálfleiksins.
Lautaro var afar klókur að skýla boltanum frá Pau Cubarsí sem straujaði hann niður innan vítateigs og skoraði Hakan Calhanoglu örugglega af vítapunktinum.
Staðan er því 5-3 fyrir Inter í heildina og þurfa Börsungar að skora minnst tvö mörk til að detta ekki úr leik í venjulegum leiktíma.
Sjáðu fyrra markið
Sjáðu seinna markið
Athugasemdir