Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Engin tár" ef Arthur fer frá Barcelona
Arthur í leik með Barcelona.
Arthur í leik með Barcelona.
Mynd: Getty Images
Josep Maria Minguella, sem vann áður fyrr hjá Barcelona sem ráðgjafi, varar Ítalíumeistara Juventus við því að brasilíski miðjumaðurinn Arthur sé einfaldlega ekki nægilega góður.

Minguella hjálpaði Barcelona á sínum tíma við að fá leikmenn eins og Hristo Stoichkov, Romario, Diego Maradona og Lionel Messi.

Sögusagnir hafa verið um að Arthur, sem er 23 ára, fari til Juventus í skiptum fyrir hinn þrítuga Miralem Pjanic.

„Hann (Arthur) er ekki nægilega góður til að festa sig í sessi í liði Barcelona. Setien (þjálfari Barcelona) notaði hann aðeins fjórum sinnum og gaf félaginu leyfi til að selja hann. Það verða engin tár ef hann fer," segir Minguella.

Minguella er hins vegar mjög hrifinn af Pjanic. „Hann er stórkostlegur leikmaður með einn galla: aldurinn. Barcelona er nú þegar með sex leikmenn yfir þrítugt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner