Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kæmust örugglega í hvaða lið sem er í Pepsi Max-deildinni"
Natasha á að baki tvo landsleiki fyrir Ísland.
Natasha á að baki tvo landsleiki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Farið var yfir Lengjudeild kvenna í síðasta þætti af Heimavellinum. Þáttastýrurnar Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir fóru yfir deildina ásamt Anítu Lísu Svansdóttir, sem er í þjálfarateymi KR.

Sjá einnig:
Spá Heimavallarins fyrir Lengjudeildina

Margir öflugir og spennandi leikmenn koma til með að spila í Lengjudeildinni í sumar. Natasha Moraa Anasi, sem var valin í íslenska landsliðið fyrr á þessu, ári spilar með Keflavík í sumar þó hún gæti hæglega spilað í góðu liði í Pepsi Max-deildinni.

„Hún er orðin Keflvíkingur," sagði Aníta Lísa. „Henni líður vel þarna og er með fjölskyldu," segir Hulda.

Natasha er frá Bandaríkjunum, en hefur leikið á Íslandi frá 2014 og er komin með íslenskan ríkisborgararétt. Gera má ráð fyrir því að hún verði með bestu leikmönnum Lengjudeildarinnar í sumar, ef ekki sú besta. Aníta Lísa telur að Natasha og Murielle Tiernan, sóknarmaður Tindastóls, gætu komist í hvaða lið sem er í Pepsi Max-deildinni.

„Murielle í Tindastól, þær báðar kæmust örugglega í hvaða lið sem er í Pepsi Max-deildinni," sagði Aníta Lísa.

Varðandi bestu leikmenn deildarinnar nefndu þær einnig Janet Egyir, leikmann ÍA, og Chante Sandiford, markvörð Hauka. Umræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Athugasemdir
banner
banner