Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 06. júní 2020 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjólkurbikarinn: Afturelding skoraði 12 - Lið úr Lengjudeild áfram
Jason Daði skoraði fernu.
Jason Daði skoraði fernu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann á Álftanesi.
Fram vann á Álftanesi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærisveinar Bjarna Jó í Vestra komust áfram eftir sigur í nágrannaslag.
Lærisveinar Bjarna Jó í Vestra komust áfram eftir sigur í nágrannaslag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna fyrir stuttu voru níu leikir að klárast í Mjólkurbikar karla. Afturelding fór illa með Vatnaliljur í Fagralundi. Afturelding leikur í Lengjudeildinni, en Vatnaliljur eru í 4. deild.

Afturelding skoraði hvorki meira né minna en 12 mörk gegn engu marki Vatnalilja. Jason Daði Svanþórsson, efnilegur leikmaður Aftureldingar, skoraði fjögur mörk. Afturelding sækir KFG eða KB heim í næstu umferð.

Tvö önnur lið úr Lengjudeildinni voru að spila núna áðan og komust þau bæði áfram, ásamt Aftureldingu. Vestri vann gegn nágrönnum sínum í Herði og Fram vann útisigur á Álftanesi.

Þá vann KF slaginn fyrir norðan gegn Dalvík/Reyni, 2-1. Bæði þessi lið leika í 2. deild karla í sumar.

Hér að neðan eru úrslit úr leikjunum sem voru að klárast.

Vatnaliljur 0 - 12 Afturelding
0-1 Jason Daði Svanþórsson ('17)
0-2 Andri Freyr Jónasson ('22)
0-3 Alexander Aron Davorsson ('30)
0-4 Jason Daði Svanþórsson ('31)
0-5 Jason Daði Svanþórsson ('37)
0-6 Jason Daði Svanþórsson ('44)
0-7 Alexander Aron Davorsson ('60)
0-8 Eyþór Wöhler ('71)
0-9 Sjálfsmark ('82)
0-10 Aron Daði Ásbjörnsson ('83)
0-11 Aron Elí Sævarsson
0-12 Valgeir Árni Svansson

Mídas 4 - 1 KM
1-0 Aron Ellert Þorsteinsson ('2)
2-0 Hjalti Arnarson ('23)
2-1 Admir Jukaj ('25)
3-1 Steinar Haraldsson ('65)
4-1 Sigurjón Björn Grétarsson ('90)

Dalvík/Reynir 1 - 2 KF
Úrslit af úrslit.net

Skallagrímur 0 - 2 Ýmir
Úrslit af úrslit.net

Þróttur V. 2 - 1 Ægir
Úrslit af úrslit.net

Kría 2 - 3 Hamar
Úrslit af úrslit.net

Höttur/Huginn 2 - 1 Sindri (eftir framlengingu)
1-0 Steinar Aron Magnússon ('58)
1-1 Cristofer Rolin ('81)
2-1 Steinar Aron Magnússon ('93)
Úrslit af úrslit.net

Hörður Í. 1 - 4 Vestri
Úrslit af úrslit.net

Álftanes 0 - 4 Fram
0-1 Alexander Már Þorláksson ('18)
0-2 Frederico Bello Saraiva ('28)
0-3 Frederico Bello Saraiva ('39)
0-4 Alexander Már Þorláksson ('42)
Rautt spjald: Haraldur Einar Ásgrímsson, Fram ('52)

Markaskorara má senda á [email protected]

Sjá einnig:
Mjólkurbikarinn: Langt stopp í sigri Hauka gegn Elliða
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner