Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 06. júní 2021 08:00
Victor Pálsson
Xavi segist hafa hafnað Barcelona í tvígang
Mynd: Getty Images
Xavi, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur hafnað því tvisvar að taka við spænska félaginu.

Xavi greinir sjálfur frá þessu en hann er í dag stjóri Al Sadd í Katar og hefur náð afar góðum árangri.

Barcelona hefur reynt að fá Xavi til að taka við keflinu en hann hefur tvisvar sinnum þurft að neita.

Spánverjinn segir að það sé ekki rétti tíminn til að snúa aftur en Ronald Koeman er í dag þjálfari liðsins.

„Sem betur fer eða því miður þá hef ég hafnað Barcelona tvisvar í mismunandi kringumstæðum," sagði Xavi.

„Auðvitað var það erfitt því ég er stuðningsmaður félagsins en tíminn var ekki réttur."
Athugasemdir
banner
banner