Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   þri 06. júní 2023 11:48
Elvar Geir Magnússon
Hareide: Vonandi komum við Gylfa aftur út á völlinn
Icelandair
watermark Óvíst er hvort Gylfi taki skóna fram að nýju.
Óvíst er hvort Gylfi taki skóna fram að nýju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands vonast til þess að Gylfi Þór Sigurðsson endurvekji fótboltaferil sinn. Gylfi hefur enn ekki sagt neitt um hver hugur sinn sé í þeim málum.

Hareide opinberaði í dag leikmannahóp sinn fyrir komandi landsleiki og á fréttamannafundinum var hann spurður út í Gylfa.

„Eina sem ég get gert er að vona. Ég veit ekki stöðuna og hef ekki talað við hann undanfarnar vikur. Ég átti gott spjall við hann síðast þegar ég var á Íslandi," segir Hareide.

„Vonandi náum við að koma honum aftur út á völlinn. Hann býr yfir mikilli reynslu og er með mikla hæfileika. Hann er sennilega einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Ísland hefur átt."

Gylfi verður 34 ára í september en hann lék síðast fyrir landsliðið í nóvember 2020.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner