Arsenal ætlar að gera janúartilboð í Douglas Luiz - City og Liverpool hafa líka áhuga - Guehi efstur á óskalista Man Utd
   þri 06. júní 2023 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Liverpool Echo 
Mac Allister fær grænt ljós á læknisskoðun hjá Liverpool
Alexis Mac Allister.
Alexis Mac Allister.
Mynd: Getty Images

Alexis Mac Allister hefur fengið grænt ljós á að fara í læknisskoðun hjá Liverpool svo allt stefnir í að hann verði fyrstu kaup félagsins í sumarglugganum.


Mac Allister hefur verið efstur á óskalista Jurgen Klopp knattspyrnustjóra félagsins sem stefnir á að styrkja miðjuna í sumar.

Argentínumaðurinn er sem stendur í sumarfríi á Miami í Bandaríkjunum en hefur svo æfingar með argentíska landsliðinu fyrir komandi vináttulandsleik gegn Ástralíu 15. júní.

Liverpool vonast til að ná að framkvæma læknisskoðunina sem fyrst og tilkynna kaupin í vikunni.

Alexis Mac Allister er með klausu í samningi sínum sem gerir honum auðveldara fyrir að fara og það einfaldaði samningaviðræður milli Liverpool og Brighton til muna og nú er svo komið að læknisskoðun hefur verið samþykkt af síðarnefnda félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner