Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 06. júlí 2022 07:05
Fótbolti.net
Ingólfstorg verður EM torgið
Icelandair
Berglind og Sara.
Berglind og Sara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir leikir Íslands á EM í knattspyrnu sem brátt hefst í Englandi verða sýndir á risaskjá og í topp hljóðgæðum á Ingólfstorgi. EM torgið verður þannig hinn eiginlegi heimavöllur Íslenska liðsins hérlendis og búast má við frábærri stemningu á leikjum liðsins. Auk leikja Íslands verða nær allir aðrir leikir keppninnar sýndir á torginu.

Rás 2 verður á svæðinu með beinar útsendingar og umfjallanir auk þess að aðstoða við að halda uppi fjörinu.

Framundan er sannarlega fótboltaveisla fyrir höfuðborgarbúa og gesti þeirra. Allir sem vettlingi geta valdið og vilja upplifa alvöru stemningu á leikjum Íslands á EM eru hvattir til að mæta á Ingólfstorg og fagna afrekum stúlknanna okkar saman.

Það eru Icelandair, Coca-Cola, Landsbankinn og N1 sem einnig eru meðal bakhjarla KSÍ sem færa ykkur EM torgið ásamt Reykjavíkurborg og KSÍ.

Leikir Íslands í riðlakeppninni:

Sunnudaginn 10. júlí
Belgía – Ísland kl. 16.00

Fimmtudaginn 14. júlí
Ítalía - Ísland kl. 16.00

Mánudaginn 18. júlí
Ísland – Frakkland kl. 19.00
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner