Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   þri 06. ágúst 2019 13:00
Arnar Daði Arnarsson
Gunnar Heiðar næsti þjálfari ÍBV? „Allt óráðið hjá mér"
Gunnar Heiðar í leik með ÍBV í fyrra.
Gunnar Heiðar í leik með ÍBV í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson fyrrum leikmaður ÍBV og íslenska landsliðsins segir að það sé lítið til í þeim sögusögnum að hann sé að taka við ÍBV eftir tímabilið.

Gunnar Heiðar var staddur í tívolíinu í Kaupmannahöfn þegar Fótbolti.net heyrði í honum.

„Ég er með það, hver verður þjálfari þarna á næsta ári. Það er einn af dáðustu sonum eyjanna, Gunnar Heiðar Þorvaldsson. Hann tekur við í haust. Það er 99,8% öruggt. Þó svo að maður hafi ekki verið í Eyjum þá var maður með marga heimildarmenn þar og þessu var nánast hent í (Staðfest) svigann upp í brekku á föstudagskvöldið," sagði Kristján Óli Sigurðsson þekktur sem Höfðinginn í nýjasta þætti hlaðvarpsþáttarins, Dr. Football.

„Ég veit ekkert um það, því miður," sagði Gunnar Heiðar í samtali við Fótbolta.net aðspurður hvort hann væri yrði þjálfari ÍBV á næsta tímabili. En langar hann að fara út í þjálfun?

„Það er óráðið. Ég var búinn að lofa því að vera alveg án fótboltans á þessu tímabili og ferðast um Ísland með fjölskyldunni og gera eitthvað allt annað. Síðan sér maður til eftir tímabilið hvernig maður vill hafa þetta og hvort maður komi aftur inn í þetta hjá ÍBV og í hvaða hlutverki maður yrði þá. Það er allt óráðið hjá mér og ég get því miður ekki sagt neitt til um þetta núna," sagði Gunnar Heiðar sem segir að engar viðræður hafi átt sér stað í sumar um það hvort Gunnar Heiðar myndi taka við liðinu eftir að Pedro Hipolito var rekinn frá félaginu fyrr í sumar.

„Þeir höfðu ekki samband við mig, ekki þannig lagað. Ég hitti auðvitað stjórnarmenn á öllum heimaleikjum og í Bónus og á fleiri stöðum, þar ræða menn málin en ekkert sem tengdist því að taka við liðinu," sagði Gunnar Heiðar að lokum í samtali við Fótbolta.net frá Kaupmannahöfn.

Ian Jeffs tók við Eyjaliðinu eftir að Pedro Hipalito var rekinn en Jeffs var aðstoðarþjálfari Pedro fyrri hluta sumars. Hann gerði samning við ÍBV út tímabilið en óvíst er hvort Jeffs þjálfi liðið áfram á næsta ári sem aðalþjálfari þar sem hann er einnig aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

ÍBV situr á botni Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig að loknum 15 umferðum. Liðið er ellefu stigum frá öruggu sæti í deildinni. Eins og staðan er í dag, er ansi líklegt að liðið leiki í Inkasso-deildinni á næsta tímabili en ÍBV hefur nú tapað níu leikjum í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner