lau 06. ágúst 2022 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona fær ekki að skrá nýju leikmennina sína
Joan Laporta, forseti Barcelona og Robert Lewandowski
Joan Laporta, forseti Barcelona og Robert Lewandowski
Mynd: EPA
Félagið getur ekki einu sinni skráð Ousmane Dembele í hópinn
Félagið getur ekki einu sinni skráð Ousmane Dembele í hópinn
Mynd: EPA
Spænska félagið Barcelona er áfram í sama veseni og á síðustu leiktíð en það gengur ekkert að skrá nýju leikmennina sem voru fengnir í þessum glugga. Spænska deildin hefur hafnað öllum tilraunum Börsunga um að skrá nýju leikmenn félagsins.

Barcelona fékk Franck Kessie og Andreas Christensen á frjálsri sölu frá Milan og Chelsea í sumar og þá keypti félagið Raphinha, Jules Kounde og Robert Lewandowski.

Á síðasta ári var sett launaþak á spænsku deildina og muna flestir eftir því enda fékk Barcelona ekki að skrá Lionel Messi í leikmannahópinn þar sem launakostnaðurinn var langt yfir eðlilegum mörkum.

Messi yfirgaf því félagið og samdi við Paris Saint-Germain en Barcelona var í veseni allt síðasta sumar að finna út úr því hvernig ætti að skrá nýja leikmenn í hópinn.

Það tókst á endanum en aldrei lærir Barcelona. Félagið hefur fengið fimm nýja leikmenn í þessum glugga og getur það ekki enn skráð þá í hópinn þegar vika er í fyrsta leik deildarinnar.

Spænska deildin hefur hafnað öllum beiðnum félagsins og þarf Barcelona því að halda áfram að finna leiðir til að lækka launakostnaðinn.

Ekki nóg með það þá getur félagið ekki heldur skráð Ousmane Dembele og Sergi Roberto í hópinn en þeir framlengdu samninga sína fyrr í sumar.

Það er því tvennt í stöðunni. Það er að selja leikmenn eða lækka launakostnaðinn, en Athletic greinir frá þriðja möguleikanum og það er að virkja fjórðu lyftistöngina til að bæta efnahaginn með því að selja hlut í eignum félagsins.

Joan Laporta, forseti Barcelona, sagði við spænska fjölmiðla að árlegur launakostnaður félagsins væri 551 milljón evra og það þyrfti að lækka hann, en í staðinn hefur sá kostnaður hækkað.

Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar hjá Íslandsbanka, ræddi stöðuna í sérstökum hlaðvarpsþætti hér á Fótbolta.net en þða má hlusta á þá umræðu í spilaranum hér fyrir neðan.
Barcelona á gjörgæslu en hættir ekki að kaupa - Hvað er í gangi?
Athugasemdir
banner
banner
banner