Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 06. ágúst 2022 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Reus afgreiddi Leverkusen - Markvörðurinn rekinn af velli undir lokin
Marco Reus vildi tryggja það að boltann færi yfir línuna
Marco Reus vildi tryggja það að boltann færi yfir línuna
Mynd: EPA
Borussia D. 1 - 0 Bayer
1-0 Marco Reus ('10 )
Rautt spjald: Lukas Hradecky, Bayer ('90)

Borussia Dortmund lagði Bayer Leverkusen að velli, 1-0, í fyrstu umferð þýsku deildarinnar í kvöld. Marco Reus gerði eina markið í byrjun leiks.

Youssoufa Moukoko kom boltanum fyrir markið á 10. mínútu og var Karim Adeyemi mættur á fjær til að koma boltanum í netið en leikmenn Leverkusen náðu að stöðva boltann á línunni.

Marco Reus mætti á ferðinni og sá til þess að boltinn færi yfir línuna.

Lukas Hradecky, markvörður Leverkusen, fékk að líta beint rautt spjald á 90. mínútu leiksins er hann greip boltann fyrir utan teig. Ekki var ljóst í fyrstu hvort hann hafi gripið hann fyrir utan en VAR staðfesti það og Hradecky því fokinn af velli.

Dortmund fagnaði sigri í leikslok og þrjú stigin komin í hús.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner