lau 06. ágúst 2022 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel staðfestir að Alonso sé á förum - Semur við Barcelona
Marcos Alonso hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea
Marcos Alonso hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Chelsea
Mynd: EPA
Marcos Alonso, leikmaður Chelsea, er á förum frá félaginu en þetta staðfesti Thomas Tuchel, stjóri félagsins, eftir 1-0 sigur liðsins á Everton í dag.

Alonso var ekki í leikmannahópi Chelsea fyrir leikinn gegn Everton í dag en hann hefur verið í viðræðum við Barcelona síðustu vikur og virðist nú samkomulag í höfn.

Spánverjinn er 31 árs gamall en hann var keyptur frá Fiorentina fyrir sex árum.

Síðustu vikur hefur hann verið orðaður við Barcelona á Spáni og styttist nú í að hann verði kynntur sem nýr leikmaður félagsins, þó ótrúlegt megi virðast þar sem félagið getur ekki enn skráð nýju leikmennina í hópinn.

„Já, Marcos bað um að fara og við samþykktum þetta. Það væri ekkert vit í því að hafa hann á vellinum í dag," sagði Tuchel í dag.

Chelsea fékk annan Spánverja í stað Alonso en Marc Cucurella var keyptur frá Brighton fyrir metfé á dögunum. Cucurella verður dýrasti bakvörður heims ef ákveðnum skilyrðum er mætt.
Athugasemdir
banner
banner
banner