Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   þri 06. ágúst 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Þrátt fyrir erfið meiðsli og veikindi hefur Atalanta áfram trú á Birki - „Finn að allt er á uppleið"
'Félagið er þekkt fyrir að vera með eitt sterkasta unglingastarf í Evrópu'
'Félagið er þekkt fyrir að vera með eitt sterkasta unglingastarf í Evrópu'
Mynd: Atalanta
Planið í vetur er að Birkir spili annað hvort með Primavera liði Atalanta, sem er blanda af vara- og unglingaliði, eða fari í annað lið á láni.
Planið í vetur er að Birkir spili annað hvort með Primavera liði Atalanta, sem er blanda af vara- og unglingaliði, eða fari í annað lið á láni.
Mynd: Atalanta
'Ég lagði mikið á mig að læra ítölskuna frá byrjun til að komast sem fyrst inn í allt. Núna eftir þrjú ár er ég farinn að skilja allt og er fínn að tala hana'
'Ég lagði mikið á mig að læra ítölskuna frá byrjun til að komast sem fyrst inn í allt. Núna eftir þrjú ár er ég farinn að skilja allt og er fínn að tala hana'
Mynd: Atalanta
'Það er búið að vera ómetanlegt að hafa hann og fjölskyldu hans svona nálæg'
'Það er búið að vera ómetanlegt að hafa hann og fjölskyldu hans svona nálæg'
Mynd: Aðsend
'Það er alltaf mesti heiður að fá að spila landsleiki og er það skemmtilegasta sem ég geri'
'Það er alltaf mesti heiður að fá að spila landsleiki og er það skemmtilegasta sem ég geri'
Mynd: Aðsent
'Ég verð núna á þessu tímabili að fá mikinn spilatíma'
'Ég verð núna á þessu tímabili að fá mikinn spilatíma'
Mynd: Atalanta
'Það hjálpaði mér klárlega að fá að æfa og spila með meistaraflokki svona ungur áður en ég fór út'
'Það hjálpaði mér klárlega að fá að æfa og spila með meistaraflokki svona ungur áður en ég fór út'
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
'Ég er mjög þakklátur félaginu, Atalanta hugsaði mjög vel um mig í þessum meiðslum og veikindum og allt var upp á tíu hjá þeim'
'Ég er mjög þakklátur félaginu, Atalanta hugsaði mjög vel um mig í þessum meiðslum og veikindum og allt var upp á tíu hjá þeim'
Mynd: Atalanta
Umboðsmaðurinn Emil ásamt öðrum Birki, Birki BJarnasyni.
Umboðsmaðurinn Emil ásamt öðrum Birki, Birki BJarnasyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Jakob Jónsson er framherji sem hefur síðustu ár verið hjá ítalska félaginu Atalanta. Hann var orðaður við heimkomu til Íslands í vetur en hann verður áfram hjá Atalanta; skrifaði undir nýjan tveggja ára samning í sumar.

Atalanta er með mjög öfluga akademíu en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Birki og hann því ekki spilað eins mikið og hann hefði viljað.

Birkir, sem er fæddur árið 2005, er uppalinn í Fram en var svo í eitt og hálft ár hjá Fylki og loks hálft ár hjá Breiðabliki áður en hann var seldur til Ítalíu sumarið 2021. Á seinni hluta tímabilsins sem lauk í vor kom Birkir við sögu í sex leikjum með U18 og Primavera liði Atalanta.

Ekki hefur verið mikið fjallað um Birki á Íslandi frá því að hann fór út til Atalanta. Fótbolti.net setti sig í samband við leikmanninn og var farið í saumana á hans ferli til þessa.

„Ég var í mörgum íþróttum þegar ég var yngri, fór í fótbolta, handbolta, körfu og frjálsar. Ég ákvað að byrja að æfa fótbolta af því að allir vinir mínir voru í fótbolta. Árgangurinn minn var mjög sterkur hjá Fram og þar eru míni bestu vinir enn í dag," segir Birkir.

„Fótboltinn var alltaf í fyrsta sæti, hinar íþróttirnar í sætunum þar á eftir. Ég var held ég tólf ára þegar ég hætti alveg í hinum íþróttunum og einbeitti mér bara að fótboltanum."

„Ég er uppalinn í Grafarholtinu sem er auðvitað Fram hverfi. Ég var í Fram þangað til í 4. flokki, þá skipti ég yfir í Fylki vegna þess að mig langað að breyta til og fá nýja áskorun. Fylkir er staðsett nálægt, í Árbænum, og mér leist vel á þann kost af því ég gat hjólað á æfingar."


Óskar Hrafn fékk Birki yfir í Breiðablik
Breiðablik kom svo kallandi og hélt Birkir í Kópavoginn. „Planið var ekkert endilega að fara frá Fylki, en Óskar Hrafn vildi mjög mikið fá mig í Breiðablik og félagið bauð mér samning. Mér leist vel á það sem Óskar kynnti fyrir mér og þeirra plön með mig hjá Breiðabliki. Það fór svo þannig að ég spilaði mjög lítið hjá Breiðabliki þar sem það var Covid og nokkrum mánuðum eftir að ég kom þá var ég keyptur til Atalanta."

Birkir var keyptur til Atalanta sumarið 2021 og þá var búið að fjalla um áhuga ítalska félagsins í um það bil mánuð. Kitlaði möguleikinn að reyna komast inn í meistaraflokkinn og spila eitt tímabil á Íslandi áður en haldið væri út?

„Mér var tekið mjög vel af leikmönnum meistaraflokks Blika og það hjálpaði mér klárlega að fá að æfa og spila með meistaraflokki svona ungur áður en ég fór út."

„Mér fannst ég vera tilbúinn til að fara út á þessum tíma og var búinn að undirbúa mig mjög lengi fyrir það."


Planið breyttist eftir komuna til Bergamo
Molde hafði sýnt Birki áhuga áður en Atalanta kom að borðinu. Midtjylland og Lecce sýndu einnig áhuga.

„Atalanta var strax mjög spennandi kostur þegar hann kom upp. Félagið er þekkt fyrir að vera með eitt sterkasta unglingastarf í Evrópu. Það voru nokkrir möguleikar í stöðunni fyrir mig á þeim tíma, aðallega félög á Norðurlöndunum."

„Ég heimsótti Atalanta fyrst og planið var alltaf að fara skoða Midtjylland og hin félögin sem höfðu áhuga. Þetta þróaðist hins vegar þannig að strax eftir aðra æfinguna mína hjá Atalanta þá sögðu menn þar að þeir vildu kaupa mig. Áhuginn var það mikill að mér fannst erfitt að ætla fara og skoða hin félögin, svo ég gerði það ekki."

Hvernig vissi Atalanta af framherjanum?

„Ég held að það hafi verið eftir U15 ára landsleikina í október 2019 sem þeir sýndu áhuga fyrst, á sama tíma var ég að gera vel með 2. flokki hjá Fylki. Það kom svo boð frá þeim þegar ég nálgaðist 16 ára aldurinn og var þá kominn til Breiðabliks."

Fjallað var um áhuga Molde á Birki áður en hann samdi við Breiðablik. Hann fór oftar en einu sinni á reynslu til norska félagsins.

„Það var möguleiki á að semja við félagið á sínum tíma, en ég var bara of ungur þá, var ennþá í grunnskóla. Þetta var áhugaverður möguleiki og geggjaður klúbbur."

Erfið meiðsli og veikindi
Birkir er á leið inn á sitt fjórða ár á Ítalíu. Hann fékk opna spurningum það hvernig tíminn til þessa á Ítalíu hefur verið.

„Það gekk allt rosalega vel í byrjun í fótboltanum en á sama tíma var erfitt að aðlagast nýju landi, hitanum og tungumálinu. Svo í lok fyrsta tímabilsins lenti ég í því að höfuðkúpubrotna í leik sem reyndist byrjunin á mikilli óheppni með meiðsli og veikindi. Ég slapp ótrúlega vel með brotið og það gréri vel og ég finn ekki fyrir neinu í dag. Það tók samt tíma að koma til baka og ég missti af undirbúningstímabilinu á öðru tímabilinu mínu."

„Síðan þegar ég kom út aftur og var búinn að vera æfa í viku byrjaði ég að fá útbrot, bólgnaði upp og fékk mikinn hita og þá kom í ljós að ég væri með einkirningasótt. Ég mátti ekki gera neitt nema liggja í mánuð og var síðan marga mánuði að jafna mig og koma til baka þar sem ég missti mikinn kraft í líkamanum."

„Eftir áramót (2022/23) þegar ég var að koma aðeins til baka og byrjaður að spila aftur, þá fór ég úr axlarlið í leik og var frá í smá tíma. Vandamálið var að það var alltaf að gerast aftur og aftur þar sem öxlin var eitthvað laus og læknirinn hjá Atalanta sagði að ég þyrfti aðgerð til að laga þetta endanlega. Ég missti aftur af undirbúningstímabilinu á þriðja árinu mínu vegna aðgerðarinnar og endurhæfingar í framhaldi af því. Ég er mjög þakklátur félaginu, Atalanta hugsaði mjög vel um mig í þessum meiðslum og veikindum og allt var upp á tíu hjá þeim."

„Þegar maður er í stórri akademíu er erfitt að koma til baka eftir svona langa fjarveru þar sem allir hinir eru að æfa á fullu og taka fram úr manni. Félagið er líka duglegt við að kaupa nýja leikmenn inn í akademíuna."

„Núna er ég búinn að haldast heill í marga mánuði og finn að allt er á uppleið. Ég verð núna á þessu tímabili að fá mikinn spilatíma. Það er það eina sem ég hugsa um hvort sem það er hjá Atalanta eða annars staðar á láni."


Líður vel á Ítalíu, er í fjarnámi og hefur stofnað fyrirtæki
Birkir er mjög hrifinn af Ítalíu, en það tók smá tíma að aðlagast lífinu í nýju landi.

„Ítalía er geggjað land með mjög sterka menningu sem tekur tíma að aðlagast og átta sig á hvernig virkar. Ég lagði mikið á mig að læra ítölskuna frá byrjun til að komast sem fyrst inn í allt. Núna eftir þrjú ár er ég farinn að skilja allt og er fínn að tala hana."

„Þegar maður er kominn inn í ítalska kúltúrinn vill maður helst bara ítalskan mat þar sem þeir borða mjög hreinan og hollan mat."

„Mér líður mjög vel hérna í Bergamo. Borgin er passlega stór, fólkið allt mjög næs, staðsetningin er líka alveg geggjuð þar sem stutt er að fara til Garda og Como. Mílanó er svo bara í klukkutíma fjarlægð."

„Ég er búinn að vera á heimavist síðan ég kom út og ég á marga félaga bæði liðsfélaga og fólk í kringum klúbbinn sem ég hef kynnst. Lífið utan vallar getur verið mjög einmanalegt og einhæft en maður finnur sér alltaf eitthvað að gera. Ég er í Fjölbraut í Ármúla í fjarnámi á viðskiptabraut og það hjálpar við að dreifa huganum."

„Ég stofnaði einnig lítið fyrirtæki núna á árinu þar sem ég hef alltaf haft mikinn áhuga af viðskiptum."
Birkir er með gleraugnamerki og eru vörurnar framleiddar fyrir hann á Ítalíu.

Planið í vetur er að Birkir spili annað hvort með Primavera liði Atalanta, sem er blanda af vara- og unglingaliði, eða fari í annað lið á láni.

Skemmtilegast og mesti heiðurinn að spila landsleiki
Birkir á að baki ellefu leiki fyrir yngri landsliðin, lék síðast með U19 landsliðinu í undankeppni EM í nóvember í fyrra. Hann segir reynslu sína af yngri landsliðunum góða.

„Ég á mikið af góðum félögum sem ég hef kynnst í kringum landsliðsferðir. Það er alltaf mesti heiður að fá að spila landsleiki og er það skemmtilegasta sem ég geri."

Mikill íþróttamaður
Ef horft er á Birki þá sést að hann er stór og stæðilegur. En hvernig lýsir hann sér sem fótboltamanni?

„Ég myndi segja að minn styrkleiki sé að ég er mikill íþróttamaður; hoppa hátt og hleyp hratt. Fótboltalega myndi ég segja að ég sé góður í að klára færi, er með góða tækni, góð skot og sendingar."

Birkir hefur allan sinn feril verið sóknarmaður: oftast spilað sem fremsti maður. „Núna með aldrinum hef ég prófað nokkrar aðrar stöður. Ég myndi samt segja að ég sé alltaf sóknarsinnaður hvort sem ég spili á kantinum, frammi, í holunni eða jafnvel sem vængbakvörður eins og ég spilaði á síðasta tímabili og leið vel í þeirri stöðu."

Leitaði ráða hjá Emil og varð í kjölfarið hans fyrsti skjólstæðingur
Á mynd hér við greinina má sjá Birki með fyrrum landsliðs- og atvinnumanninum Emil Hallfreðssyni. Hvernig verða til tengsli við Emil?

„Ég leitaði í rauninni fyrst til hans vegna þess að hann hefur mikla reynslu í ítalska heiminum, leitaði til hans til að fá góð ráð. Síðan smullum við mjög vel saman."

„Það er gaman að segja frá því að ég var sá fyrsti sem hann tók að sér sem umboðsmaður. Það er búið að vera ómetanlegt að hafa hann og fjölskyldu hans svona nálægt og fá að heimsækja þau þegar ég átti frí. Ég er þeim mjög þakklátur fyrir það," segir Birkir.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá Birki og munum við á Fótbolti.net halda áfram að fylgjast með kappanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner