Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   þri 06. ágúst 2024 23:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru vonbrigði að tapa leik, það fer illa í mann," sagði Túfa eftir tap Vals gegn KA í fyrsta leik hans sem þjálfari liðsins.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Við komum vel inn í leikinn, gott tempó í liðinu, boltalausar hreyfingar og gott flæði á boltanum innan liðsins. Fáum tvö dauðafæri til að uppskera mark sem við áttum skilið á þeim tímapunkti. Það vantaði bara mark til að fá meira sjálfstraust."

Valur var manni færri síðasta hálftímann eftir að Frederik Schram fékk að líta rauða spjaldið.

„Þá þurfum við að aðlagast og breyta kerfinu. Það var samt mikill karakter og hungur í liðinu að jafna leikinn og vorum nálægt því án þess þó að skapa opin færi en vorum samt nálægt því að jafna metin og fá stig," sagði Túfa.

Valsmenn töldu að brotið hafi verið á Gylfa Þór Sigurðssyni í aðdraganda marksins. Þá var Túfa ósáttur með varnarleik liðsins í markinu.

„Ég held að allir sáu það að það hafi verið brotið á honum í tvígang og svo þarf ég að skoða betur staðsetninguna á Viðari. Það er samt ekkert hægt að kvarta yfir því. Við þurfum að koma okkur á rétta braut, leggja mikla vinnu á okkur alla, fyrst ég og svo strákarnir. Við þurfum að nota hvern einasta dag vel til að fjölga þessu eins og byrjunin á leiknum."

Túfa var ráðinn þjálfari liðsins um mánaðarmótin svo hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa liðið fyrir leikinn.

„Þetta var mjög stuttur tími. Fékk tvo daga að undirbúa þennan leik, ekki meiri tími til að vinna með liðinu en svona er fótbolti. Þú getur ekki valið þér móment fyrir eitt né neitt. Það er hungur í mönnum og góð stemning. Menn reyna að leggja hart að sér að snúa genginu við, það þýðir ekkert annað en að halda áfram," sagði Túfa.

Túfa lék með KA frá 2006-2012 og aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari liðsins frá 2012-2018.

„Það var góð tilfinning að koma aftur inn í deildina og stýra fyrsta leiknum í Bestu deildinni. Að koma hingað norður þar sem ég var í 13 ár og þekki allt og alla en svekktur með niðurstöðuna úr leiknum," sagði Túfa.


Athugasemdir
banner