Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 06. ágúst 2024 23:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Túfa: Brotið á honum í tvígang og þarf að skoða staðsetninguna á Viðari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það eru vonbrigði að tapa leik, það fer illa í mann," sagði Túfa eftir tap Vals gegn KA í fyrsta leik hans sem þjálfari liðsins.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Valur

„Við komum vel inn í leikinn, gott tempó í liðinu, boltalausar hreyfingar og gott flæði á boltanum innan liðsins. Fáum tvö dauðafæri til að uppskera mark sem við áttum skilið á þeim tímapunkti. Það vantaði bara mark til að fá meira sjálfstraust."

Valur var manni færri síðasta hálftímann eftir að Frederik Schram fékk að líta rauða spjaldið.

„Þá þurfum við að aðlagast og breyta kerfinu. Það var samt mikill karakter og hungur í liðinu að jafna leikinn og vorum nálægt því án þess þó að skapa opin færi en vorum samt nálægt því að jafna metin og fá stig," sagði Túfa.

Valsmenn töldu að brotið hafi verið á Gylfa Þór Sigurðssyni í aðdraganda marksins. Þá var Túfa ósáttur með varnarleik liðsins í markinu.

„Ég held að allir sáu það að það hafi verið brotið á honum í tvígang og svo þarf ég að skoða betur staðsetninguna á Viðari. Það er samt ekkert hægt að kvarta yfir því. Við þurfum að koma okkur á rétta braut, leggja mikla vinnu á okkur alla, fyrst ég og svo strákarnir. Við þurfum að nota hvern einasta dag vel til að fjölga þessu eins og byrjunin á leiknum."

Túfa var ráðinn þjálfari liðsins um mánaðarmótin svo hann hafði ekki mikinn tíma til að undirbúa liðið fyrir leikinn.

„Þetta var mjög stuttur tími. Fékk tvo daga að undirbúa þennan leik, ekki meiri tími til að vinna með liðinu en svona er fótbolti. Þú getur ekki valið þér móment fyrir eitt né neitt. Það er hungur í mönnum og góð stemning. Menn reyna að leggja hart að sér að snúa genginu við, það þýðir ekkert annað en að halda áfram," sagði Túfa.

Túfa lék með KA frá 2006-2012 og aðstoðarþjálfari og síðar aðalþjálfari liðsins frá 2012-2018.

„Það var góð tilfinning að koma aftur inn í deildina og stýra fyrsta leiknum í Bestu deildinni. Að koma hingað norður þar sem ég var í 13 ár og þekki allt og alla en svekktur með niðurstöðuna úr leiknum," sagði Túfa.


Athugasemdir
banner