Joshua Zirkzee, nýr sóknarmaður Manchester United, er kominn með treyjunúmer hjá sínu nýja félagi.
Hann verður með númer 11 á bakinu á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.
Hann verður með númer 11 á bakinu á sínu fyrsta tímabili hjá félaginu.
Þetta er nokkuð sögufrægt númer hjá United þar sem Ryan Giggs var lengi með það á bakinu. Á síðasta tímabili var Rasmus Höjlund númer 11 en hann verður núna með númer 9 á bakinu.
Fyrir Höjlund voru Mason Greenwood, Anthony Martial og Adnan Januzaj með númerið en Ryan Giggs var með það í mörg ár.
Zirkzee var fyrsti leikmaðurinn sem Man Utd fékk til sín í sumar en hollenski sóknarmaðurinn var keyptur frá Bologna fyrir 42,5 milljónir evra.
Athugasemdir