Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fös 06. september 2019 09:46
Magnús Már Einarsson
Liverpool skoðar kantmann Villarreal
Powerade
Ensku slúðurblöðin finna alltaf slúður. Nú er horft á janúar gluggann og gluggann næsta sumar.



Tottenham verður aftur boðið að kaupa Paulo Dybala (25) frá Juventus í janúar. (Star)

Atletico Madrid ætlar að reyna að fá Christian Eriksen (27) frá Tottenham í janúar. (Express)

Manchester United hefur haft samband við umboðsmann Paul Pogba (26) með það fyrir augum að framlengja samning hans. Núverandi samningur Pogba rennur út árið 2021. (Mail)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, ætlar að kaupa nýjan miðvörð í janúar. Aymeric Laporte er líklega frá keppni til áramóta og þó að hann snúi aftur í janúar þá ætlar Guardiola samt að bæta við miðverði. City er í dag einungis með miðverðina John Stones og Nicolas Otamendi auk þess sem miðjumaðurinn Fernandinho getur spilað í vörninni. (Mail)

Hægri bakvörðurinn Kyle Walker (29) hefur áhyggjur af framtíð sinni í enska landsliðinu eftir að hafa ekki verið í hópnum sem mætir Búlgaríu og Kósóvó. (Star)

Thomas Meunier (27) varnarmaður PSG útilokar ekki að róa á önnur mið í janúar. Belginn verður samningslaus næsta sumar en hann hefur verið orðaður við Arsenal og Manchester United. (RTBF)

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, er ánægður með hugarfarsbreytingu Gareth Bale og telur að hann geti ásamt Eden Hazard orðið lykilmaður í liðinu. (ESPN)

Olivier Giroud (32) framherji Chelsea hefur opnað á möguleikann að fara í MLS deildina í Bandaríkjunum. (Mail)

Tilraunir Tottenham til að fá Bruno Fernandes miðjumann Sporting Lisabon gengu ekki upp þar sem Tottenham vildi skipta greiðslunum. Forseti Sporting segir að Tottenham hafi viljað borga 40 milljónir punda á borðið og bæta við 18 milljónum punda ef liðið myndi ná að vinna úrvalsdeildina eða Meistaradeildina. (Evening Standard)

Henrikh Mkhitaryan (30) segist hafa farið frá Arsenal til Roma þar sem hann var ósáttur við spiltíma sinn hjá Skyttunum. (Mirror)

Manchester United sendi njósnara til að skoða varnarmanninn Ruben Dias (22) í leik Benfica og Braga um síðustu helgi. Wolves hefur einnig áhuga á honum. (Birmingham Mail)

Tahith Chong (19) kantmaður Manchester United er í viðræðum um nýjan samning. (Star)

Liverpool er á meðal félaga sem eru að skoða Samuel Chukwueze (20) kantmann Villarreal. (Goal)

Inter spurðist fyrir um Mario Gotze (27) leikmann Dortmund í ágúst og gæti reynt að fá hann í sínar raðir í janúar. (La Gazzetta dello Sport)

Kryistian Bielik (21) segist hafa verið á óskalista AC Milan áður en hann fór frá Arsenal til Derby í sumar. (Derby Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner