Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. september 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Michael Keane: Vil sýna mig fyrir efasemdamönnum
Mynd: Getty Images
Michael Keane átti frábæra leiktíð með Burnley tímabilið 2016-17. Í kjölfarið á þeirri leiktíð keypti Everton miðvörðinn á 30 milljónir punda.

Keane hjálpaði Everton að halda þrettán sinnum hreinu í fyrra og skoraði auk þess eitt mark og lagði upp tvö önnur. Keane segist enn geta orðið betri.

„Það er mikilvægt að fólk haldi ekki að ég geti ekki orðið betri," sagði Keane við heimasíðu Everton.

„Þú verður alltaf að stefna að því að verða betri. Ég er á þeim aldri að ég ætti að vera á toppnum á mínum ferli eftir tvö til þrjú ár. Ég er með gott hugarfar og Marco Silva hefur einnig hjálpað mér að verða betri. Minn helsti kostur er að sýna þeim sem efast um mig að ég er þetta góður og að ég sé alltaf að verða betri."

„Mig langar að spila fyrir England og það er erfitt að komast í liðið þessa daganna svo að ég verð að standa mig hjá Everton. Mér líður vel þegar ég spila og ég verð að halda áfram að hjálpa liðum mínum þegar ég spila."


Enska liðið mætir Búlgaríu og Kósóvó í þessum landsleikjaglugga.
Athugasemdir
banner