Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 06. september 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mount æfir aukalega með Lampard: Ekki hægt að læra af betri manni
Mason Mount hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Chelsea. Mount hefur skorað tvö mörk í fyrstu fjórum umferðunum og heillað marga aðdáendur enska boltans.

Þessi tvítugi miðjumaður er í enska landsliðshópnum sem kom saman á dögunum. England mætir Kósóvó og Búlgaríu í þessum landsliðsglugga.

Frank Lampard, núverandi stjóri Chelsea, vann með Mount hjá Derby í fyrra og þekkir því leikmanninn vel. Mount var á láni frá Chelsea hjá Derby á síðustu leiktíð.

Mount æfir aukalega með Lampard eftir að hefðbundnum æfingum Chelsea liðsins lýkur.

„Við æfum stundum hvernig er best að klára færin úr ýmsum st0ðum og hvað ég get gert betur eins og t.d. að koma með hlaup inn á teiginn og fleira," sagði Mount í viðtali í dag.

„Ég tala við hann og læri af honum á hverjum degi, það er enginn betri til að læra af."

„Það var mikill heiður að vera valinn í hópinn og sérstaklega á þessum tímum þegar landsliðinu gengur vel. Lampard samgladdist mér mjög þegar valið var tilkynnt."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner