Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref Laugardalsvallar - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   sun 06. september 2020 16:44
Hilmar Jökull Stefánsson
Andri Ólafs: Áttum ekki séns
Kvenaboltinn
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV.
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, hefur oft verið glaðbeittari heldur en eftir 4-0 tap sinna kvenna gegn Íslandsmeisturum Vals á Origo-velli í dag.

Inntur eftir fyrstu viðbrögðum sagði Andri:

„Bara feginn að þessi leikur sé búinn. Við áttum ekki séns, áttum ekki séns í dag. Nokkuð vel sloppið bara 4-0.“

Lestu um leikinn: Valur 4 -  0 ÍBV

ÍBV liðið fékk á sig eitt mark í síðari hálfleik, samanborið við þrjú í þeim fyrri, var eitthvað sem þjálfararnir sögðu við leikmennina í hálfleik sem átti þátt í því?

„Við lögðum aðeins meira í seinni hálfleikinn, lögðum okkur aðeins meira fram og vorum nær mönnum. Sammála því, í bæði hálfleikum hefðum við getað fengið á okkur fleiri mörk.“

Andri gerði þrefalda breytingu á sínu liði í hálfleik þar sem leikmenn sem eru fæddar 2003, 2004 og 2005 komu inn á fyrir ÍBV. Var Andri farinn að spá í að hvíla leikmenn þá?

„Við erum bara í þéttu prógrammi bæði erum við með annan flokk í vikunni, KR, Fylki heima og svo eigum við aftur annan flokk. Við erum með rosa þunnan hóp þannig að já við erum að pæla í því, spjöld og svona.“

Er Andri hræddur við fallbaráttuna?

„Við erum í rauninni bara í henni, við þurfum að ná í fleiri stig. Við erum ekki búnar að ná þeim markmiðum sem við settum okkur sem er að gera betur en í fyrra. Við þurfum klárlega 3-4 stig í viðbót til að vera öruggar í þessum leik.“

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner