mán 06. september 2021 12:00
Elvar Geir Magnússon
Lið 20. umferðar - Sigurjón Daði leikmaður umferðarinnar
Lengjudeildin
Sigurjón Daði Harðarson.
Sigurjón Daði Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sam Ford, leikmaður Þróttar.
Sam Ford, leikmaður Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn fagna á Selfossi.
Eyjamenn fagna á Selfossi.
Mynd: Hrefna Morthens
Albert Hafsteinsson er í sjöunda sinn í úrvalsliðinu.
Albert Hafsteinsson er í sjöunda sinn í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Daði Harðarson, hinn tvítugi markvörður Fjölnis, er leikmaður 20. umferðar Lengjudeildarinnar en hann var maður leiksins þegar Grafarvogsliðið hélt í Breiðholtið og vann 4-1 útisigur gegn Kórdrengjum.

„Sigurjón getur verið sáttur með sig eftir leikinn í dag. Átti nokkrar lykilvörslur í stöðunni 0-1 fyrir Fjölni og var heilt yfir mjög öruggur í rammanum," var skrifað í skýrslu um leikinn.

Sigurjón er í fjórða sinn í sumar í úrvalsliði umferðarinnar en Hans Viktor Guðmundsson sem kom af bekknum og skoraði tvívegis í leiknum er einnig í liðinu. Hans er kominn aftur á fulla ferð eftir að hafa misst af langstærstum hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Þá er Dofri Snorrason líka í liðinu og Ásmundur Arnarsson er þjálfari umferðarinnar. Tilkynnt var í gær að hann lætur af störfum hjá Fjölnismönnum eftir tímabilið.



ÍBV er nú aðeins einum sigri frá Pepsi Max-deildinni en liðið vann 4-1 útisigur gegn Selfossi á föstudag. Ísak Andri Sigurgeirsson og Guðjón Pétur Lýðsson eru fulltrúar Eyjaliðsins í úrvalsliðinu.

Fram jafnaði stigamet Víkings frá Ólafsvík með því að vinna 2-0 útisigur í Grindavík og tryggði sér einnig efsta sæti Lengjudeildarinnar. Albert Hafsteinsson og Hlynur Atli Magnússon eru í úrvalsliðinu.

Sam Ford var allt í öllu þegar Þróttur vann 5-2 sigur gegn Víkingi Ólafsvík. Þróttarar halda í veika von um að halda sæti sínu. Eiríkur Blöndaler einnig í úrvalsliðinu.

Þá vann Vestri 2-0 sigur gegn Þór. Benedikt Warén var stórhættulegur í leiknum; mark, stoðsending, skot í stöng og skot í slá. Varnarmaðurinn Chechu Meneses var öflugur.

Leik Gróttu og Aftureldingar var frestað vegna landsliðsverkefna en hann verður spilaður eftir rúma viku.

Sjá einnig:
Úrvalslið 19. umferðar
Úrvalslið 18. umferðar
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner