Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fös 06. september 2024 18:27
Sölvi Haraldsson
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Icelandair
Andri Fannar á æfingu með U21 landsliðinu í vikunni.
Andri Fannar á æfingu með U21 landsliðinu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta var hrikalega sterkur sigur og mikilvægur fyrir okkur. Ég er mjög glaður.“ sagði Andri Fannar Baldursson, fyrirliði U21 landsliðsins, eftir 4-2 sigur á Danmörku í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Andri er ánægður hvernig íslenska liðið vann sig inn í leikinn eftir ekki góða byrjun.

Þeir skora mark þar sem við erum opnir á miðjunni og þeir refsa okkur fyrir það. Við náum að jafna síðan fljótlega. Eftir það fannst mér við taka yfir leikinn. Mér fannst þeir ekkert skapa sér neitt mikið. Heilt yfir er ég ánægður hvernig við spiluðum þennan leik og hvernig við fórum af þessu þannig ég er stoltur af strákunum.“

Vendipunkturinn í leiknum var þegar íslenska liðið fékk vítaspyrnu og það danska rautt spjald þegar rúmar 20 mínútur voru eftir af leiknum.

Þetta var klárt rautt spjald. Virkilega vel gert hjá Hilla (Hilmir Rafn) og þetta var góð sending hjá Hlyn. Þetta er klárt mál rautt spjald. Stalli (Kristall Máni) klárar vítið frábærlega. Það gaf okkur mikið og við vorum komnir í frábæra stöðu. Við vorum aldrei að fara að missa þetta niður. Hrós á strákana fyrir að klára þennan leik almennilega.

Sigurinn var gífurlega mikilvægur og gefur liðinu mjög mikið.

Þetta var hrikalega sterkur sigur og gefur okkur ótrúlega mikið. Núna þurfum við að fara í endurhæfingu og vera klárir í leikinn gegn Wales. Það eina sem skiptir máli núna er að ef við gerum ekkert gegn Wales skiptir þessi sigur engu máli. Við erum allir staðráðnir í að gera vel gegn Wales og koma okkur í geggjaða stöðu. Við erum allir á sömu blaðsíðu þar.

Andri Fannar er stoltur af liðinu og getur ekki beðið eftir að mæta Wales.

Eins og við sýndum í dag erum við fáranlega gott fótboltalið. Þegar við erum allir að vinna fyrir hvorn annan eru ekkert mörg lið sem geta unnið okkur og við höfum verið mjög góðir varnarlega og sóknarlega og erum með mjög góðan markmann. Strákarnir á bekknum líka. Við erum bara eitt stórt lið og vinnum saman. Ég hef mjög mikla trú á þessum strákum og eins og ég segi ætlum við að vinna gegn Wales. Ég er mjög spenntur fyrir þeim leik.“ sagði Andir Fannar að lokum.

Viðtalið við Andra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner