Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í sænska liðinu Rosengård unnu átjánda leik sinn í sænsku úrvalsdeildinni í dag er liðið vann Brommapojkarna, 3-0, á heimavelli.
Íslenska landsliðskonan hefur verið alger klettur í vörn Rosengård sem hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu.
Hún lék allan leikinn í vörninni eins og venjulega, en liðið er með fullt hús stiga eða 54 stig, tólf stigum á undan Hammarby sem er í öðru sæti.
Rosengård hefur skorað 78 mörk í deildinni og aðeins fengið á sig fimm mörk.
Staðan er þannig að Rosengård getur mögulega orðið meistari síðari í þessum mánuði en aðeins átta umferðir eru eftir af deildinni.
Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki í leikmannahópi Wolfsburg sem vann 6-0 stórsigur á Herthu Berlín í þýska bikarnum. Wolfsburg er því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar.
Athugasemdir