PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   fös 06. september 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
„Hef hvort sem er engan áhuga á að spila fyrir hann“
Steven Bergwijn.
Steven Bergwijn.
Mynd: EPA
Steven Bergwijn fyrrum leikmaður Tottenham hefur skotið til baka á Ronald Koeman landsliðsþjálfara Hollands.

Koeman sagði að Bergwijn hefði lokað bókinni á landsliðsferil sinn með því að skipta frá Ajax yfir til Al-Ittihad í Sádi-Arabíu.

Vængmaðurinn var ekki valinn í komandi Þjóðadeildarleiki gegn Bosníu og Hersegóvínu og Þýskalandi. Á fréttamannafundi sagði Koeman að leikmaðurinn hafi sýnt metnaðarleysi með því að fara til Sádi-Arabíu 26 ára gamall.

Óhætt er að segja að Bergwijn sé ósáttur við þessi ummæli og segir í viðtali að svona komi þú ekki fram við leikmenn þína.

„Ég hef hvort sem er engan áhuga á að spila fyrir hann. Ég spila ekki fyrir stjóra sem málar svona mynd af mér eins og hann hefur gert í fjölmiðlum. Hann hefði getað hringt í mig og heyrt mína hlið. Hvernig getur hann sagt svona án þess að tala við mig?“ svaraði Bergwijn.
Athugasemdir
banner
banner