Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 06. október 2019 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rússland: Rostov burstaði CSKA í Íslendingaslagnum
Arnór var eini Íslendingurinn sem spilaði leikinn.
Arnór var eini Íslendingurinn sem spilaði leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
CSKA Moskva og Rostov áttust við í rússneska úrvalsdeildinni á þessum sunnudegi.

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði CSKA og Hörður Björgvin Magnússon á bekknum. Hörður er að stíga upp úr meiðslum. Ragnar Sigurðsson lék ekki með Rostov vegna veikinda og var Björn Bergmann Sigurðarson ekki í hóp. Transfermarkt segir að bakmeiðsli séu að hrjá hann.

Þrátt fyrir að Íslendingana vantaði í Rostov þá tókst þeim að knýja fram sigur og var hann nokkuð þægilegur. Khoren Bayramyan kom Rostov yfir á 11. mínútu og gerði hann annað mark sitt stuttu fyrir leikhlé.

Rostov komst í 3-0 á 61. mínútu er Eldor Shomurodov kom boltanum í netið. CSKA minnkaði muninn undir lokin þegar Nikola Vlasic skoraði úr vítaspyrnu. Arnór var þá farinn út af, hann lék 67 mínútur.

Rostov fer á toppinn með þessum sigri, en CSKA er í fjórða sæti með stigi minna.
Athugasemdir
banner
banner
banner