Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 06. nóvember 2019 14:14
Magnús Már Einarsson
Allt í steik hjá Napoli - Félagið lögsækir eigin leikmenn
Carlo Ancelotti þjálfari Napoli.
Carlo Ancelotti þjálfari Napoli.
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Napoli hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að leikmenn verði lögsóttir eftir að þeir neituðu að fara í æfingabúðir með liðinu.

Aurelio De Laurentiis, forseti Napoli, vildi að leikmenn liðsins færu beint á æfingasvæðið eftir 1-1 jafntefli gegn Red Bull Salzburg í gær.

Laurentiis vildi sjá leikmenn fara upp í rútu eftir leikinn og þaðan á æfingasvæðið þar sem þeir áttu að dvelja fram yfir leikinn gegn Genoa næstkomandi laugardag.

Leikmenn voru ósáttir við þetta og fóru frekar heim til sín eftir leikinn í gær.

Carlo Ancelotti, þjálfari Napoli, var einnig á móti hugmyndinni að fara beint á æfingasvæðið en hann neitaði að fara í viðtöl eftir leikinn gegn Salzburg í gærkvöldi.

Í dag átti Ancelotti klukkutíma langan fund með De Laurentiis en ítalskir fjölmiðlar segja mögulegt að Ancelotti missi starfið eftir uppákomuna.

Napoli ætlar að lögsækja sína eigin leikmenn fyrir að neita að fara í æfingabúðirnar og óhætt er að segja að andinn í herbúðum félagsins sé ekki góður fyrir leikinn gegn Genoa á laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner