Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 06. nóvember 2019 13:10
Magnús Már Einarsson
Conte brjálaður - Hópurinn of lítill og reynslulaus
Conte er ekki sáttur þessa dagana.
Conte er ekki sáttur þessa dagana.
Mynd: Getty Images
„Fyrir utan Diego Godin þá hafa þessir leikmenn ekki unnið neitt og þá skortir reynslu," sagði Antonio Conte, þjálfari Inter, reiður eftir 3-2 tap gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni í gær.

Inter er með fjögur stig eftir fjóra leiki í Meistaradeildinni og virðist ætla að missa af sæti í 16-liða úrslitum þar sem liðið er á eftir bæði Barcelona og Dortmund.

Inter er í 2. sæti í Serie A en Conte segir að leikmannahópurinn bjóði ekki upp á að berjast líka í Meistaradeildinni.

„Við erum með of takmarkaðan hóp til að spila bæði í Serie A og Meistaradeildinni á þessu tímabili. Þá er ég að tala um bæði fjölda leikmanna og gæði," sagði Conte.

„Sumir leikmenn hafa verið stanslaust inni á vellinum og til lengri tíma litið tapar þú á því. Ég er brjálaður því þetta eyðileggur góða vinnu."

„Ég er ekki að biðja félagið um neitt, þetta eru leikmennirnir og við förum í baráttuna með þessa leikmenn. Félagið tekur sínar ákvarðanir en við gerðum öll mistök þegar við skipulögðum þetta tímabil."

„Það er neyðarástand hjá okkur og samt eru bara þrír leikmenn meiddir. Önnur lið lenda í meiðslum og taka ekki eftir því. Við tökum eftir því."

„Við erum að tala um leikmannahóp, fyrir utan Godin, sem hefur ekki unnið neitt. Það er erfitt að takast á við þessa erfiðu aðstöðu."

„Hverja á ég að treysta á? Nicolo Barella sem við fengum frá Cagliari? Eða Stefano Sensi sem við fengum frá Sassuolo?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner