Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 06. desember 2021 16:00
Elvar Geir Magnússon
Bandaríkjamaður inn í þjálfarateymi Man Utd
Chris Armas.
Chris Armas.
Mynd: EPA
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, er nálægt því að ráða Bandaríkjamanninn Chris Armas í þjálfarateymi sitt.

Þessi 49 ára gamli fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna var stjóri Toronto í MLS-deildinni en var rekinn þaðan í júlí. Áður stýrði hann New York Red Bulls í tvö ár.

Rangnick þekkir Armas í gegnum Red Bull tenginguna.

Rangnick hefur verið að horfa til þess að ráða einhverja sem hann þekkir vel í teymið á Old Trafford. Þörfin á því varð enn meiri þegar Michael Carrick yfirgaf félagið.

Rangnick sagði á fréttamannafundi á föstudag að það væri ekki auðvelt verk að fá inn menn. Armas þarf að fá atvinnuleyfi.

Austurríkismaðurinn Gerhard Struber hefur verið orðaður við starf aðstoðarmanns Rangnick.


Athugasemdir
banner
banner