Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 06. desember 2021 15:08
Elvar Geir Magnússon
Pep mun spila á ungum leikmönnum - De Bruyne byrjar
Kevin De Bruyne byrjar á morgun.
Kevin De Bruyne byrjar á morgun.
Mynd: EPA
Pep Guardiola ætlar að taka með sér nokkra unga og efnilega leikmenn í leikinn gegn RB Leipzig í Þýskalandi á morgun. Manchester City er þegar búið að vinna riðilinn sinn í Meistaradeildinni en leikurinn á morgun er í lokaumferð riðlakeppninnar.

Cole Palmer og James McAtee eru meðal leikmanna sem koma væntanlega við sögu en Guardiola segist ætla að stilla upp sterku liði sem geti unnið leikinn.

„Þeir eru 18 eða 19 ára og eiga bjarta framtíð, þeir eru magnaðir ungir leikmenn. Þeir þurfa að fá tækifæri til að þróast en möguleikarnir eru til staðar," segir Guardiola.

„Auðvitað vilja allir sem spila á morgun vinna, á morgun erum við með fimm skiptingar en ekki þrjár eins og í deildinni svo það opnar kannski aukið svigrúm á að láta unga leikmenn spila."

Kevin De Bruyne mun byrja leikinn á morgun en hann er að koma til baka eftir að hafa fengið Covid-19 veiruna í síðasta mánuði. Belgíski landsliðsmaðurinn lék sinn fyrsta leik í fjórar vikur þegar hann kom inn sem varamaður gegn Watford á laugardag.

„Kevin fékk Covid og hefur verið að vinna sig til baka. Fólk sem fær Covid er með tóman tank næstu daga á eftir. Hann mun byrja á morgun og sjáum hversu margar mínútur hann mun geta spilað."

Guardiola staðfesti einnig að sóknarmaðurinn Gabriel Jesus verður ekki með á morgun en hann fékk högg í sigurleiknum á Vicarage Road.
Athugasemdir
banner
banner
banner