Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 23:17
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo flýtti sér inn í klefa eftir leikinn - „Mjög skrítið"
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo staldraði stutt við hjá stuðningsmönnum Portúgals eftir sigur liðsins gegn Sviss í kvöld.

Það komu stórar fréttir fyrir leikinn í dag þar sem talið yrði að Ronaldo myndi byrja á bekknum og það kom á daginn. Goncalo Ramos byrjaði í hans stað og skoraði þrennu í 6-1 sigri.

Ronaldo kom inn á sem varamaður fyrir Ramos undir lok leiksins en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Það hefur vakið mikla athygli að eftir leikinn tók Ronaldo í spaðann á Ramos, labbaði upp að stuðningsmönnum Portúgal og klappaði fyrir þeim áður en hann gekk til búningsherbergja.

Liðsfélagar hans voru ekki mættir í fögnuðinn áður en Ronaldo var farinn. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir þetta.

„Þetta var mjög skrítið, hann gengur upp að liðsfélögum sínum og segir; Vel gert, svo að stuðningsmönnunum og hugsar; frábært. Hann bíður ekki eftir liðsfélögunum og gengur svo einn í burtu. Hann þurfti ekki að gera þetta, það er nógu mikil pressa á liðsfélögunum fyrir. Vertu innan um liðið og gefðu Ramos stórt knús, ég varð fyrir smá vonbrigðum," sagði Dion Dublin sérfræðingur hjá BBC.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner