Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 06. desember 2022 21:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ronaldo getur komið út úr þessu sem sigurvegari"
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo var settur á bekkinn fyrir leik Portúgals gegn Sviss í 16-liða úrslitum í kvöld en inn í hans stað kom Goncalo Ramos sem skoraði þrennu í 6-1 sigri liðsins í kvöld.


Ronaldo var eðlilega til umræðu í HM stofunni á Rúv eftir leikinn.

„Þetta var stór ákvörðun sem hann tók í dag. Þetta gefur liðinu ákveðið súrefni, ekki bara Santos heldur öllu liðinu finnst mér. Ef Ronaldo höndlar þetta rétt og vel núna þá getur hann komið út úr þessu sem sigurvegari," sagði Óli Kristjáns.

„Við vitum að það er búið að vera bras með Ronaldo. Annan af tveimur bestu leikmönnum samtímans. Það er miklu skemmtilegra að láta ljós sitt skína inn á vellinum, sem hann hefur nú tækifæri til að gera og líka liðsheildin þannig Santos veðjaði á réttan hest."

Margrét Lára Viðarsdóttir segist handviss um að Ronaldo geti hjálpað liðinu.

„Vonandi er hann aðeins lentur og getur séð hlutina í skýrara ljósi. Hann getur hjálpað þessu portúgalska liði, það er ekki spurning en hvort hann verði í jafn stóru hlutverki og áður, það er bara allt undir Santos komið," sagði Margrét.


Athugasemdir
banner
banner