Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 06. desember 2023 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Þroskuð frammistaða Liverpool - „Annað markið var geggjað“
Jürgen Klopp var ánægður með Nunez í öðru marki Liverpool
Jürgen Klopp var ánægður með Nunez í öðru marki Liverpool
Mynd: EPA
„Ég er ótrúlega ánægður. Þetta var þroskuð og öflug frammistaða, en það var okkur að kenna að þetta varð spennandi fyrir þá. Allir voru samt meira og minna einbeittir í þessum leik,“ sagði Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 2-0 sigurinn á Sheffield United í kvöld.

Virgil van Dijk skoraði eina markið í fyrri hálfleiknum með góðu skoti úr teignum eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold.

Liverpool gerði ekki út um leikinn fyrr en seint í uppbótartíma síðari hálfleiks en Klopp hefði viljað fá annað markið fyrr í leiknum.

„Við leyfðum andrúmsloftinu aldrei að komast á flug. Allir voru klárir í að keyra á þetta og því náðum við að róa andrúmsloftið.“

„Fyrsta markið var frábært mark en annað markið var geggjað. Við hefðum viljað klára þetta fyrr en þetta var ofursending og frábært hvernig Darwin endurheimti boltann.“

„Ég hefði tekið 1-0 því þetta var svolítið stressandi. Hvert einasta innkast var hættulegt og það var mjög erfitt að verjast, en við komumst í gegnum þetta. Við tökum stigin þrjú og höldum áfram, náum endurheimt og keyrum aftur á þetta,“
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner