Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   fös 06. desember 2024 12:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bræðurnir kynntir á skemmtilegan hátt - „Það er ekkert að sjá til!"
Jökull og Axel Andréssynir.
Jökull og Axel Andréssynir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir Axel Óskar og Jökull Andréssynir voru í dag kynntir sem leikmenn Aftureldingar, uppeldisfélagsins, á fréttamannafundi í Hlégarði. Axel er að snúa aftur eftir tíu ára fjarveru en Jökull varði mark liðsins seinni hluta síðasta tímabls. Jökull var þá á láni frá Reading en hann skiptir nú alfarið í Aftureldingu.

Á fréttamannafundinum voru þeir Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson einnig kynntir sem leikmenn Aftureldingar. Viðtöl úr Mosfellsbæ verða birt seinna í dag.

Afturelding birti í kjölfarið myndband með bræðrunum. Í myndbandinu er Jökull að horfa á viðtalið sitt við RÚV eftir úrslitaleikinn í Lengjudeildarumspilinu í september. Sá leikur vannst og var Jökull hátt uppi í viðtalinu.

Þar segir hann að það þurfi að sjá til hvort hann verði áfram hjá Aftureldingu.

„Hvað ertu að segja? Vá hvað þetta er asnalegt, af hverju er ég að segja þetta?" veltir Jökull fyrir ?er. Eldri bróðir hans mætir þá til hans og segir við hann að það sé ekkert að sjá til. „Nú keyrum við á þetta! Saman! Bræðurnir! Ekkert rugl!" segir Axel og Jökull samþykkir það. Myndbandið skemmtilega má sjá hér að neðan.

Athugasemdir
banner
banner