Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 07. janúar 2021 19:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grikkland: Ömmi ekki í hóp, fyrsta tap Elmars og slæm úrslit hjá PAOK
Sverrir Ingi Ingason
Sverrir Ingi Ingason
Mynd: Getty Images
Íslendingaliðin þrjú hafa lokið sínum leikjum í 15. umferð grísku Ofurdeildarinnar. Olympiakos vann 4-0 útisigur á Asteras, Lamia lá gegn OFI Crete á útivelli og loks tapaði PAOK á mjög svekkjandi hátt gegn Atromitos á útivelli.

Olympiakos lék í gær og var Ögmundur Kristinsson ekki í leikmannahópi félagsins annan leikinn í röð. Ömmi hefur verið varamarkvörður fyrir Jose Sa á leiktíðinni en hinn átján ára Konstantinos Tzolakis hefur verið varamarkvörður í undanförnum leikjum.

Theódór Elmar Bjarnason gekk í raðir Lamia nú um áramótin og kom við sögu í sínum öðrum leik í dag. Elmar kom inn sem varamaður á 72. mínútu í stöðunni 0-1. OFI bætti við öðru marki á 85. mínútu og þar við sat.

PAOK komst í 0-1 gegn Atromitos á 22. mínútu í kvöld og áður hafði vítaspyrna farið forgörðum hjá gestunum í PAOK. Heimamenn jöfnuðu á 64. mínútu en gestirnir komust aftur yfir á 82. mínútu. Heimamenn náðu að jafna leikinn á 85. mínútu og á annarri mínútu uppbótartíma kom sigurmarkið hjá heimamönnum. Svekkjandi fyrir Sverri Inga Ingason og félaga en Sverrir er leikmaður PAOK og lék allan leikinn.

Lamia er í botnsæti deildarinnar, þremur stigum frá næsta liði. PAOK er í 3. sæti með 28 stig, tíu stigum á eftir toppliði Olympiakos.
Athugasemdir
banner
banner