Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 07. mars 2020 19:00
Aksentije Milisic
Klopp gæti fengið kæru frá enska knattspyrnusambandinu
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gæti átt yfir höfði sér kæru frá enska knattspyrnusambandinu eftir að hann fagnaði af krafti í átt að aðstoðardómaranum í leik Liverpool og Bournemouth fyrr í dag.

Liverpool lenti undir gegn Bournemouth í dag en náði að snúa taflinu sér í vil og vinna leikinn 2-1. Jurgen Klopp var ekki sáttur með að mark Bournemouth fékk að standa en hann vildi fá brot fyrir hrindingu sem átti sér stað.

Þegar Mohamed Salah jafnaði leikinn fyrir Liverpool þá fagnaði Klopp markinu með því að kýla út í loftið og öskra af miklum krafti í áttina að aðstoðardómaranum.

Nú er talið að enska knattspyrnusambandi muni skoða málið betur. Nýverið var Carlo Ancelotti, stjóri Everton, sektaður af sambandinu eftir að hann lét Chris Kavanagh, dómara, heyra það eftir leik Everton og Manchester United.

Klopp hefur viðurkennt að hann gerði mistök með því að fagna markinu með þessum hætti. Þetta atvik má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner