sun 07. mars 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta stal blaðsíðu úr bók David Moyes
Arteta og Moyes störfuðu saman hjá Everton fyrir nokkrum árum síðan.
Arteta og Moyes störfuðu saman hjá Everton fyrir nokkrum árum síðan.
Mynd: Getty Images
Arsenal þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli við Burnley í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Ummæli Mikel Arteta, stjóra Arsenal, fyrir leikinn vöktu mikla athygli hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann stal nefnilega blaðsíðu úr bók fyrrum stjóra sína, David Moyes, frá því Skotinn var stjóri United.

Arteta sagði á fréttamannafundi fyrir leikinn að Arsenal þyrfti að bæta sig í nokkrum atriðum leiksins eins og til dæmis sendingum, færasköpun og varnarleik.

Hann tók þar í svipaðan streng og Moyes fyrir leik hjá Man Utd gegn Shakhtar Donetsk í desember 2013. Hann sagði þá að liðið sitt þyrfti að bæta sig í ákveðnum hlutum leiksins eins og sendingum, færasköpun og varnarleik.

Moyes er í dag stjóri West Ham en hann vann með Arteta hjá Everton á sínum tíma.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner