Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 07. mars 2021 19:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Markalaust í mikilvægum leik
Arminia Bielefeld 0 - 0 Union Berlin

Markalaust jafntefli var niðurstaðan í síðari leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Arminia Bielefeld tók á móti Union Berlín og var þetta mikilvægur leikur fyrir bæði lið; Union Berlín er í Evrópubaráttu og Bielefeld er í harðri fallbaráttu.

Union Berlín voru sterkari aðilinn í leiknum og voru um 60 prósent með boltann en þeim tókst ekki að skora og það tókst Bielefeld ekki heldur.

Lokaniðurstaðan markalaust jafntefli og er Bielefeld komið upp í 16. sæti, en liðið sem endar þar fer í umspilsviðureign við lið úr B-deild um sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Union Berlín er í sjöunda sæti, fjórum stigum frá Dortmund sem er í sjötta sæti.

Önnur úrslit í dag:
Þýskaland: Jafnt hjá Köln og Bremen
Athugasemdir
banner
banner