Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 07. apríl 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allegri fundaði með forseta Juventus - „Þeir eru vinir"
Max Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019.
Max Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019.
Mynd: Getty Images
Juventus hefur ekki átt gott tímabil og sæti Andrea Pirlo er að minnsta kosti volgt.

Pirlo er á sínu fyrsta ári í þjálfun. Hann fékk risastórt verkefni, að stýra Juventus þar sem hann spilaði sem leikmaður. Það hefur ekki gengið vel. Juventus er í fjórða sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar og féll liðið úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Andrea Agnelli, fundaði á dögunum með Max Allegri, fyrrum stjóra Juventus, en Pirlo missir ekki svefn yfir því. Hann vissi af fundinum áður en hann átti sér stað.

„Þeir eru vinir. Þetta er eins og ef ég myndi fara í kvöldmat með Paolo Maldini, og næsta dag kæmu fréttir um að hann vildi fá mig sem næsta þjálfara Milan. Það er vinskapur utan fótboltans, það er eðlilegt," sagði Pirlo.

Allegri stýrði Juventus frá 2014 til 2019 og vann 11 titla á þeim tíma. Hann kom félaginu líka í tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni en tapaði þeim báðum. Allegri hefur ekki þjálfað frá því hann hætti með Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner