Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 07. apríl 2021 20:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta hóaði í Joel Lopez þar sem Tierney er meiddur
Mynd: Getty Images
Það var staðfest í dag að Kieran Tierney, vinstri bakvörður Arsenal, verður frá vegna meiðsla í allt að sex vikur. Tierney meiddist með skoska landsliðinu.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur ýjað að því að liðið geti spilað með þriggja manna varnarlínu í næstu leikjum.

Því gætu Bukayo Saka spilað í vinsri vængbakverði og Hector Bellerin úti hægra megin. Callum Chambers hefur verið í hægri bakverðinum fram yfir Bellerin þegar fjögurra manna varnarlína var uppleggið.

Í dag sást ferskt andlit á æfingu Arsenal. Joel Lopez æfði með aðalliðinu en hann er nítján ára spænskur vinstri bakvörður.

Lopez kom frá Barcelona til Arsenal og hefur spilað með varaliði félagsins í vetur. Ólíklegt þykir að Lopez verði í eldlínunni í næstu leikjum en Arteta í það minnsta kosti hóaði í hann á æfingar. Arsenal mætir slavia Prag í Evrópudeildinni á morgun.

Smelltu hér ef þú vilt kynna þér Lopez betur.

Athugasemdir
banner
banner