Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
Maggi lét menn heyra það - „Þurfum að kafa mjög djúpt"
Heiður að vera með bandið - „Ætluðum að bæta upp fyrir drulluna"
Siggi Höskulds: Gerir mig mjög spenntan fyrir framhaldinu
Gunnar Heiðar: Sýnum það í úrslitum og stigasöfnun að við erum að gera eitthvað rétt
Dragan: Það er betra eitt stig en ekki neitt
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Árni Guðna: Erum ekkert verri en önnur lið í deildinni
Fanney: Þægilegur dagur á skrifstofunni
Guðný hæstánægð: Okkur langaði að spila fyrir þær í kvöld
Dreymdi um 1-0 sigur en fékk meira - „Ég er orðin sveitt aftur"
banner
   sun 07. apríl 2024 16:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ómar Ingi: Vonandi er einhver að hringja í Vegagerðina og rútufyrirtækið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er stoltur af því hvað leikmenn lögðu á sig fyrir stiginu eftir erfiðan og öðruvísi undirbúning," sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir jafntefli gegn KA á Akureyri í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 17 en var færður vegna veðurs. Kópavogsliðið ferðaðist í átta tíma með rútu til Akureyrar í gær og ljóst að liðið kemst ekki heim í dag.

„Við vorum aðeins til baka til að byrja með. Svo fórum við aðeins að stíga aðeins á þá, það opnaðist aðeins meira fyrir okkur en þá líka. Arnar á ekki að þurfa að hafa svona mikið að gera en frábært að hann sé klár í það þegar þess þarf," sagði Ómar en Arnar Freyr í marki HK átti frábæran leik.

HK er spáð falli af flestum í ár en liðið er staðráðið í því að afsanna það.

„Það skiptir engu máli, við erum í þannig verkefni að afsanna þessar spár og sýna fram á það að það sem við trúum á að búi í liðinu sé til staðar," sagði Ómar.

Eins og áður segir er óvíst hvenær HK kemst aftur heim.

„Það er vonandi einhver að hringja í Vegagerðina og rútufyrirtækið og taka stöðuna. Það er töluvert skárra að vera hér með allavega stig ef við þurfum að vera hérna eitthvað lengur," sagði Ómar léttur í bragði.


Athugasemdir
banner
banner
banner