Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. maí 2021 05:55
Victor Pálsson
Ísland um helgina - Valur heimsækir FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og flestir vita þá er íslenski boltinn farinn á fullt hér heima en Íslandsmótið í efstu deild er hafið.

Það er leikið um alla helgina bæði í karla og kvenna flokki en 2. deild karla sem og 3. deild karla verður einnig í boði.

Pepsi Max-deild karla byrjar í kvöld þegar KR fær KA í heimsókn á Meistaravelli. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Tveir aðrir leikir eru spilaðir í Lengjudeildinni á sama tíma.

Það er Breiðholtsslagur í boði á laugardag er nýliðar Leiknis R. spila við Breiðablik klukkan 19:15. Einnig á þeim tíma mætast HK og Fylkir og ÍA og Víkingur R.

Stórleikurinn í karlaflokki er svo á sunnudag er Íslandsmeistarar Vals heimsækja FH í Kaplakrika. Bæði lið unnu sigra í fyrstu umferð.

Svona lítur helgin út.

föstudagur 7. maí

Pepsi Max-deild karla
18:00 KR-KA (Meistaravellir)

Lengjudeild karla
18:00 Grótta-Þór (Vivaldivöllurinn)
18:00 Grindavík-ÍBV (Grindavíkurvöllur)

2. deild karla
19:15 Njarðvík-Þróttur V. (Rafholtsvöllurinn)
19:15 Haukar-Reynir S. (Ásvellir)

laugardagur 8. maí

Pepsi Max-deild karla
19:15 HK-Fylkir (Kórinn)
19:15 Leiknir R.-Breiðablik (Domusnovavöllurinn)
19:15 ÍA-Víkingur R. (Norðurálsvöllurinn)

Lengjudeild karla
14:00 Afturelding-Kórdrengir (Fagverksvöllurinn Varmá)
14:00 Selfoss-Vestri (JÁVERK-völlurinn)

2. deild karla
14:00 Kári-KF (Akraneshöllin)
14:00 ÍR-Leiknir F. (Hertz völlurinn)
14:00 Fjarðabyggð-Völsungur (Fjarðabyggðarhöllin)

3. deild karla
13:00 Dalvík/Reynir-Víðir (Dalvíkurvöllur)
14:00 Elliði-Ægir (Würth völlurinn)
14:00 Augnablik-ÍH (Kópavogsvöllur)
14:00 Höttur/Huginn-Sindri (Fellavöllur)
14:00 KFS-Einherji (Týsvöllur)

sunnudagur 9. maí

Pepsi Max-deild karla
19:15 Keflavík-Stjarnan (Nettóvöllurinn)
19:15 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)

2. deild karla
14:00 KV-Magni (KR-völlur)

3. deild karla
13:00 KFG-Tindastóll (Samsungvöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner