fös 07. maí 2021 14:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi Bond velur draumaliðið sitt - Leiðinlegasti maður deildarinnar
Liðið hjá Bond.
Liðið hjá Bond.
Mynd: Draumaliðið
Siggi Bond
Siggi Bond
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH-ingurinn Sigurður Gísli Snorrason eða Siggi Bond eins og hann heitir í raun hefur valið draumaliðið sitt í Draumaliðsdeild Eyjabita.

Þetta er áminning fyrir 2. umferð deildarinnar, deildin hófst um síðustu helgi en áfram er hægt að skrá sig og byrja frá og með 2. umferð. Markaðurinn lokar rétt fyrir klukkan 17:00 í dag.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Siggi stillir upp í 3-4-3 fyrir umferðina. Liðið hans heitir FC SIGGIBOND, eðlilega.

„Ég er með besta markmanninn í deildinni að sjalfsögðu í markinu, hann á eftir að delivera nóg af clean sheets í sumar en hann heldur ekki hreinu í Krikanum, ekki séns," segir Siggi.

„Svo erum við með helvítis vindinn þarna, hann á eftir að delivera sínum 7 mörkum og 5 assistum, svo af illri nauðsyn er ég með leiðinlegasta mann Pepsi deildarinnar Jonathan Hendrickx, hann er game over í mínum bókum eftir að hann skoraði í Krikanum og kyssti Blikamerkið - asnalegasta sem ég hef séð."

„Hinn varnarmaðurinn minn er kóngurinn í clean sheets, nema heima hjá sér eins og hann segir oft a æfingum við mann í Elite þjálfun: Bondari helduru að það hafi ekki verið átök í gær og öskrar svo úr hlátri, illa ruglaður Gummi Kri. Hann var líka að skrifa undir nýjan samning og fagnar þvi með marki á sunnudaginn!"

„Á miðjunni er ég bara með gæja sem eru með gæði, Atli Sig er svolítið svona hinn örvfætti íslenski Zidane og maður verður að hafa hann í sínu liði, hann hatar KA þannig hann deliverar í kvöld það er 100%! Danni Hafsteins elskar líka að spila á móti KR og ætli hann nái ekki að skora eitt af sínum 10 mörkum sem hann mun skora í sumar í kvöld!"

„Svo erum við með svona erfiða týpu þarna í Viktor Karli, á sitt eigið fatamerki með Rúrik og er einhvern veginn jafn myndarlegur og Rúrik, mjög þreyttur náungi svona ef maður pælir þannig í því. Hann á eftir að enda stoðsendingahæstur í þessu Blikaliði það er 100%! Óli Valur er oft kallaður hinn örvfætti Nani og það er eina ástæðan af hverju hann er í mínu liði."

„On top and personal: JOEY JOEY JOEY JOEYYYYY verður sungið í Keflavík í allt sumar, hann skorar 2-3 á móti Stjörnunni á sunnudaginn og öskrar úr hlátri. Svo erum við með Patrick og ekki þarf ég að útskyra það val. Loks er ég með Matta Vill, langbesti leikmaður deildarinnar, hann á eftir að skora 15 og leggja upp 12. Hann verður fyrirliði hjá mér út tímabilið. Set allt mitt traust á Vilhjálmsson og svo skellihlæjum við í okt!"

„Takk fyrir mig og áfram Þróttur Vogum!"
segir Siggi sem er leikmaður Þróttar.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner