Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 12:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Ingvi fékk boð í konunglegan galakvöldverð
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason og eiginkona hans Andrea Dröfn Jónasdóttir voru í gær viðstödd konunglegan galakvöldverð í sænsku konungshöllinni.

Þau fengu boð í kvöldverðinn í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til Svíþjóðar.

Andrea Dröfn segir frá þessu á Instagram og birtir myndir af þeim hjónum í konungshöllinni.

Arnór Ingvi leikur með Norrköping í Svíþjóð og hefur spilað þar frá 2022. Hann lék einnig með Norrköping 2014 til 2016 og með Malmö frá 2018 til 2022.

Hann þekkir sænskan fótbolta gríðarlega vel og er einn okkar farsælasti fótboltamaður þar í landi.

Arnór á að baki 65 landsleiki fyrir Ísland en hann hefur verið mikilvægur hluti af landsliðinu síðustu árin.

Hér fyrir neðan má sjá færsluna sem Andrea birti.



Athugasemdir
banner
banner