Arsenal hyggst gera annað tilboð í Kóreumanninn - Al-Hilal undirbýr tilboð í Bruno Fernandes - Tah undir smásjá Newcastle
   mið 07. maí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það sem hjartað segir okkur er Liverpool"
Malick Fofana.
Malick Fofana.
Mynd: Lyon
Malick Fofana, ungur framherji Lyon, er eftirsóttur og hefur hann verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni.

Umboðsmaður hans, Bobo Fofana, væri til í að sjá hann taka skrefið til Liverpool sem er eitt af þeim félögum sem hann hefur verið orðaður við.

„Það sem hjartað segir okkur er Liverpool. Hann gæti spilað þar og fylgt í fótspor goðsagna frá Afríku eins og Mo Salah, Sadio Mane og El Hadji Diouf," segir Fofana.

Annar kostur er mögulega Newcastle og kannski er það rökréttara skref á þessum tímapunkti.

„Það er flott félag þar sem hann gæti fengið dýrmæta reynslu," segir Fofana.

Fofana, sem er tvítugur, gekk í raðir Lyon í fyrra fyrir 17 milljónir evra. Talið er að franska félagið vilji fá um 50 milljónir evra fyrir hann núna. Hann hefur skorað 14 mörk í 57 leikjum fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner